Myndaveislur er KA tryggði úrslitakeppnissæti

Handbolti
Myndaveislur er KA tryggði úrslitakeppnissæti
Frábær sigur staðreynd! (mynd: Þórir Tryggva)

KA gerði sér lítið fyrir og vann sannfærandi 34-29 heimasigur á sterku liði Vals í síðasta heimaleik strákanna í Olísdeildinni á dögunum. Með sigrinum lyfti KA liðið sér upp í 7. sæti deildarinnar og er nú öruggt um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma sló liðið Val út í baráttunnu um Deildarmeistaratitilinn.

Stemningin var frábær í KA-Heimilinu enda ekki annað hægt en KA-liðið átti líklega sinn besta leik í vetur og ljóst að það verður ákaflega gaman að fylgjast með strákunum í úrslitakeppninni þar sem barist verður um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.

Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og bjóða þeir báðir upp á heljarinnar myndaveislu frá leiknum og sigurgleðinni í leikslok. Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir framtakið og ykkur fyrir stuðninginn.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is