Fyrsti heimaleikur KA í sumar er laugardaginn 20. júní næstkomandi og viljum við benda ykkur á miðasöluappið Stubb. Stubbur kemur í veg fyrir biðraðir á leikina og minnir þig á hvenær KA á leik svo að þú missir ekki af neinu!
Ársmiðasalan er hafin en í boði eru fjórir valmöguleikar:
Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni fyrir 16-25 ára.
Silfurmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Silfurmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Gullmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Gullmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Fyrir tvo leiki í sumar verður flottur matur og spjall í boði fyrir gullmiðahafa.
Við hvetjum ykkur eindregið til að notast við Stubb í sumar en með forritinu getur þú tryggt þér miða tímanlega á völlinn og á þeim stað sem þú vilt vera!
Sala á hefðbundnum ársmiðum hefst svo á næstu dögum. Ef einhverjar spurningar eru varðandi Stubb eða ársmiðasöluna hafðu samband í agust@ka.is.