28.12.2022
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Ævarr Freyr Birgisson eru blakfólk ársins 2022 en valið var kunngjört af Blaksambandi Íslands í dag. Bæði eru þau afar vel að heiðrinum komin enda algjörlega frábæru ári hjá þeim að ljúka
02.12.2022
KA tók á móti Þrótti Reykjavík í úrvalsdeild kvenna í blaki á miðvikudaginn. Deildin er svo sannarlega tvískipt en fjögur efstu lið deildarinnar eru í einum knapp og þar fyrir aftan er gríðarleg barátta í sætum 5 til 7
09.11.2022
Blakveislan heldur áfram í kvöld þegar KA tekur á móti Völsung í nágrannaslag í úrvalsdeild kvenna klukkan 20:15. KA vann góðan heimasigur á Þrótti Fjarðabyggð um helgina og eru stelpurnar því með tvo sigra og eitt tap eftir fyrstu þrjá leiki sína
07.11.2022
Fyrsta túrnering á Íslandsmótinu í blaki karla hjá leikmönnum 20 ára og yngri fór fram á Húsavík um helgina. Það má með sanni segja að strákarnir okkar hafi staðið sig með prýði en þeir unnu alla leiki sína og það án þess að tapa hrinu
07.11.2022
KA og Þróttur Fjarðabyggð mættust bæði karla- og kvennamegin í blakinu um helgina. Báðir leikir fóru fram í KA-Heimilinu en karlarnir mættust á föstudeginum en konurnar á laugardeginum. Eins og svo oft áður urðu leikir liðanna jafnir og spennandi
04.11.2022
Blakið er komið aftur á fullt eftir landsliðspásu og leika bæði karla- og kvennalið KA heimaleiki um helgina. Strákarnir spila í kvöld, föstudag, klukkan 20:15 gegn Þrótti Fjarðabyggð og stelpurnar svo á sunnudag einnig gegn Þrótti Fjarðabyggð klukkan 16:00
31.10.2022
Það var heldur betur líf og fjör hjá blakdeild KA um helgina en alls tóku átta lið á vegum félagsins þátt á fyrsta móti Íslandsmótsins sem fór fram í Mosfellsbæ. Gríðarleg fjölgun iðkenda hefur átt sér stað undanfarin ár hjá okkur í blakinu og afar gaman að sjá deildina vera að uppskera eftir mikla vinnu
30.10.2022
Þær Amelía Ýr Sigurðardóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir voru í eldlínunni með U19 ára landsliði Íslands í blaki sem keppti á NEVZA evrópumóti í Finnlandi um helgina. Þá var Gígja Guðnadóttir aðstoðarþjálfari liðsins
23.10.2022
Blakveislan heldur áfram í dag eftir landsliðspásu þegar KA tekur á móti Stál-Úlf í úrvalsdeild karla klukkan 14:00 í KA-Heimilinu. KA liðið vann frábæran 1-3 útisigur á HK í síðasta leik sínum og alveg klárt að strákarnir ætla sér önnur þrjú stig gegn liði Stál-Úlfs
19.10.2022
Auður Pétursdóttir var í eldlínunni með U17 ára landsliði Íslands í blaki sem keppti á NEVZA Evrópumóti í Ikast í Danmörku en mótinu lauk í dag þar sem stúlknalandslið Íslands hampaði bronsverðlaunum eftir sigur á Englandi í lokaleik sínum