27.08.2022
Æfingar blakdeildar KA hefjast á mánudaginn og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að koma og prófa þessa stórskemmtilegu íþrótt. Æfingar fara fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla en mikil fjölgun hefur orðið í blakinu hjá KA undanfarin ár og erum við afar stolt af því
23.08.2022
Miguel Mateo Castrillo er tekinn við sem aðalþjálfari karlaliðs KA í blaki og honum til aðstoðar verður Gígja Guðnadóttir. Mateo verður spilandi þjálfari en hann hefur verið einhver allra öflugasti leikmaður efstu deildar karla undanfarin ár og farið fyrir gríðarlega sigursælu liði KA
11.08.2022
Karlalandslið Íslands í blaki stendur í ströngu um þessar mundir en liðið leikur í undankeppni EM 2023 þar sem Ísland leikur gegn Svartfjallalandi, Portúgal og Lúxemborg. Blaksambandið hefur verið í mikilli uppbyggingu í kringum landsliðin og umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar
30.05.2022
Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir hressa krakka í sumar. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara
16.05.2022
A-landslið karla og kvenna í blaki léku á Evrópukeppni smáþjóða um helgina og átti KA alls 8 fulltrúa í hópunum, þrjá í kvennalandsliðinu og fimm í karlalandsliðinu. Kvennalandsliðið lék á Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið lék í Færeyjum
16.05.2022
Um helgina fór fram síðari hluti Íslandsmóts U14 og U16 í blaki en mótið fór fram á Neskaupstað. Mikil aukning iðkenda hefur átt sér stað hjá Blakdeild KA að undanförnu og tefldi KA fram sex liðum á mótinu og er afar gaman að sjá kraftinn í starfi yngriflokka í blakinu hjá okkur
12.05.2022
Blakdeild KA á alls 8 fulltrúa í íslensku landsliðunum sem taka þátt í Evrópukeppnum smáþjóða um helgina. Kvennalandsliðið leikur að Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið leikur í Færeyjum og spennandi verkefni framundan
09.05.2022
Blakdeild KA fagnaði glæsilegu tímabili með lokahófi um helgina en kvennalið KA stóð uppi sem þrefaldur meistari og er því Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að karlalið KA lék til úrslita í bikarkeppninni
05.05.2022
KA hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki öldunga karla um nýliðna helgi og varði þar með titilinn enn eitt árið. Mikil gróska er í öldungastarfinu hjá KA en alls léku 13 lið á vegum KA á öldungamótinu sem fór fram í Kópavogi þetta árið en mótið verður haldið á Akureyri næsta ár en á öldung leika leikmenn 30 ára og eldri
03.05.2022
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fyrir troðfullu KA-Heimili í kvöld er stelpurnar unnu afar sannfærandi 3-0 sigur á Aftureldingu. KA vann þar með úrslitaeinvígið 3-0 í leikjum og vann í raun alla leikina án þess að tapa hrinu