Toppslagur í blaki kvenna á miðvikudaginn

Risaleikur framundan (mynd: Þórir Tryggva)
Risaleikur framundan (mynd: Þórir Tryggva)

KA tekur á móti Aftureldingu á miðvikudaginn klukkan 20:15 í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Með sigri getur KA liðið nánast klárað deildina en Mosfellingar þurfa á sigri að halda til að halda baráttunni á lífi.

KA liðið hefur unnið alla 10 leiki sína í deildinni og er með 29 stig á toppi deildarinnar en Mosfellingar eru með 24 stig í 2. sætinu. Afturelding getur því galopnað toppbaráttuna með sigri. Þetta er einn mikilvægasti leikur tímabilsins og ekki spurning að við þurfum á þér að halda í stúkunni, áfram KA!