Fréttir

KA lagði Aftureldingu og leiðir 1-0

Í kvöld hófst einvígi KA og Aftureldingar í undanúrslitum úrslitakeppni Mizunodeildarinnar í blaki. KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í vetur og hefur því heimaleikjarétt í einvíginu

KA sló Þrótt úr leik með frábærum sigri

Kvennalið KA í blaki lék í kvöld annan leik sinn gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppni Mizunodeildar kvenna. KA vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöll 1-3 og gat með sigri í kvöld klárað einvígið

Tvíhöfði í blakinu í kvöld

Karla- og kvennalið KA eiga bæði leiki í úrslitakeppni Blaksambands Íslands fimmtudaginn 15. mars. Konurnar mæta Þrótti Reykjavík klukkan 18 og með sigri tryggja þær sig inn í næstu umferð! Karlarnir mæta svo Aftureldingu í undanúrslitum Íslandsmótsins klukkan 20!

Mfl. kvenna með góðan útisigur á Þrótti R

Kvennalið KA lék í kvöld fyrri leikinn gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppni kvenna en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni. Fyrirfram mátti búast við erfiðum leik fyrir KA konur þar sem Þróttur hafði unnið allar þrjár viðureignir liðanna í vetur.

KA Bikarmeistari í blaki 2018

Karlalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara HK að velli í úrslitaleik Kjörísbikarsins 3-1 og tryggði sér sinn 8. Bikarmeistaratitil í sögu félagsins. KA liðið hefur þar með unnið bæði Deildarmeistaratitilinn og Bikarmeistaratitilinn í ár og stefnir að sjálfsögðu á þrennuna.

KA komið í bikarúrslitaleikinn í blaki

Deildarmeistarar KA í blaki tryggðu sér áðan sæti í úrslitaleik Kjörísbikarsins með öruggum 3-0 sigri á Hrunamönnum. Það var aldrei spurning hvernig leikurinn endaði en KA hafði algjöra yfirburði í öllum hrinum sem enduðu 9-25, 3-25 og 8-25

KA getur orðið bikarmeistari um helgina | Gunnar Pálmi í viðtali

Karlalið KA í blaki getur um helgina orðið bikarmeistari, í þriðja sinn á fjórum árum.

Síðustu heimaleikir kvennaliðs KA eru um helgina

Kvennalið KA tekur á móti HK í Mizunodeildinni um helgina. Leikirnir eru kl. 20:30 á föstudaginn og 14:00 á laugardaginn í KA-heimilinu.

KA deildarmeistarar karla!

KA fékk HK í heimsókn í Mizunodeild karla í dag. Liðin voru í baráttu um efsta sæti Mizunodeildarinnar en fyrir leikinn var KA með 6 stiga forskot í efsta sætinu. Það var því ljóst að HK þurftu á sex stigum að halda um helgina ef þeir ætluðu sér að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum.

Úrslitaleikir um deildarmeistaratitilinn um helgina

KA fær HK í heimsókn um helgina í toppslag Mizunodeildarinnar í blaki.