Úrslitaleikir um deildarmeistaratitilinn um helgina

Mynd eftir Þorstein Gunnar Guðnason
Mynd eftir Þorstein Gunnar Guðnason

Leiknir verða tveir leikir, sá fyrri á laugardaginn klukkan 14 og sá síðari á sunnudaginn klukkan 13. KA er með 6 stiga forskot á HK fyrir þessa leiki og þurfa þeir því einungis eitt stig úr þessum tveimur leikjum til að verða deildarmeistarar. Það er því ljóst að þetta eru hreinir úrslitaleikir og ykkar stuðningur því gríðarlega mikilvægur!