Fréttir

Miguel og Paula til liðs við KA

Blakdeild KA er áfram stórhuga eftir gríðarlega vel heppnað tímabil hjá karlaliðinu sem vann alla þrjá titla sem í boði voru. Liðinu barst í morgun mikill liðsstyrkur en Miguel Mateo Castrillo var stigahæsti leikmaður Mizunodeildarinnar á síðustu leiktíð og kemur til KA frá Þrótti Neskaupstað

3. fl. kvenna Íslandsmeistari í blaki

Það rigna enn inn titlar hjá Blakdeild KA en 3. flokkur kvenna varð um helgina Íslandsmeistari í sínum flokki eftir frábæra frammistöðu á Ísafirði. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína 2-0, geri aðrir betur!

Filip bestur og 5 KA menn í blakliði ársins

Karlalið KA í blaki varð eins og flestir vita þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili þegar liðið hampaði Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistaratitlinum. Lokahóf Blaksambands Íslands var haldið í gær og var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Þá var Filip Pawel Szewczyk valinn besti leikmaðurinn

Myndaveisla frá sigri KA í blaki

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á HK í KA-Heimilinu í kvöld og vann þar með úrslitaeinvígið 3-0. Frábær stemning var í KA-Heimilinu og voru pallarnir þéttsetnir, líklega áhorfendamet á blakleik á Íslandi. Þórir Tryggvason ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði stemninguna eins og honum einum er lagið

KA Íslandsmeistari í blaki 2018

KA tókst hið ótrúlega og hampaði í kvöld Íslandsmeistaratitlinum í blaki og vann liðið þar með allar þrjár keppnirnar í vetur. KA er því Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistari, geri aðrir betur!

Hampar KA Íslandsmeistaratitlinum á þriðjudaginn?

Blaklið KA er komið í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en KA liðið leiðir 2-0 gegn HK. KA liðið hefur nú þegar hampað Deildar- og Bikarmeistaratitlinum og stefna strákarnir ótrauðir á þrennuna

KA í lykilstöðu eftir sigur í Fagralundi

Deildar- og Bikarmeistarar KA eru komnir í góða stöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á HK í kvöld. KA vann leikinn 1-3 og leiðir því einvígið 2-0, næsti leikur verður í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn

Annar leikur KA og HK í Kópavogi í kvöld

Einvígi KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki heldur áfram í kvöld þegar liðin mætast í Fagralundi í Kópavogi klukkan 20:00. KA vann fyrsta leikinn í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og leiðir því einvígið 1-0. Sigra þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum

KA vann HK og leiðir einvígið 1-0

KA og HK mættust í kvöld í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðin eru án nokkurs vafa bestu liðin í dag en þau mættust einnig í bikarúrslitunum og voru í efstu sætunum í deildarkeppninni, það mátti því búast við hörkuleik í KA-Heimilinu

Einvígi KA og HK hefst í kvöld!

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Deildar- og Bikarmeistarar KA taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum HK. Þetta eru án vafa bestu lið landsins og verður hart barist. Ekki missa af frábæru blaki í KA-Heimilinu klukkan 20:00, áfram KA