3. fl. kvenna Íslandsmeistari í blaki

Framtíðin er björt hjá þessu magnaða liði
Framtíðin er björt hjá þessu magnaða liði

Það rigna enn inn titlar hjá Blakdeild KA en 3. flokkur kvenna varð um helgina Íslandsmeistari í sínum flokki eftir frábæra frammistöðu á Ísafirði. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína 2-0, geri aðrir betur!

Með liðinu fór Vigfús Hjaltalín sem þjálfari og fararstjóri var Hrefna Brynjólfsdóttir. Við óskum liðinu að sjálfsögðu til hamingju með glæsilegan árangur í vetur en stelpurnar urðu einnig Bikarmeistarar fyrr í vetur!