10.11.2018
KA átti ansi góðan dag í Mosfellsbænum í dag þegar bæði karla- og kvennalið félagsins mættu Aftureldingu í íþróttahúsinu að Varmá. Bæði lið KA unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins um síðustu helgi en strákarnir ætluðu sér að spila betur enda áttu þeir klárlega eitthvað inni þrátt fyrir sigrana á Álftanesi. Stelpurnar höfðu hinsvegar sýnt jafnari spilamennsku í sínum leikjum og virðast vera klárar í veturinn
10.11.2018
Karla- og kvennalið KA í blaki sækja Aftureldingu heim í Mizunodeildunum í blaki í dag. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:30 og stelpurnar fylgja svo í kjölfarið klukkan 15:30. Blakveislunni lýkur að vísu ekki í dag því karlarnir leika aftur á morgun, sunnudag, klukkan 13:00
04.11.2018
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu um helgina er hvorki fleiri né færri en fjórir blakleikir fóru fram. Bæði karla- og kvennalið KA lögðu Álftanes tvívegis að velli í fyrstu leikjunum í Mizunodeildinni í blaki
04.11.2018
Kvennalið KA í blaki fer gríðarlega vel af stað í Mizunodeildinni en liðið vann Álftanes tvívegis um helgina og báða leikina 3-0. Mikið hefur verið talað um styrkleika KA liðsins fyrir veturinn og var spenna að sjá hve langt liðið væri komið á leið í undirbúningi sínum
04.11.2018
Karlalið KA í blaki hefur tímabilið af krafti en liðið lagði um helgina lið Álftanes tvívegis í KA-Heimilinu. Liðið varð Meistari Meistaranna fyrir skömmu og bætti þar við enn einum titli í safnið en liðið vann eins og frægt er orðið Íslands-, Bikar- og Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð
01.11.2018
Blaktímabilið hefst á laugardaginn og það með tveimur hörkuleikjum í KA-Heimilinu! Dagurinn hefst klukkan 13:00 er fjórfaldir meistarar KA taka á móti Álftanesi hjá körlunum og svo klukkan 15:00 mætast kvennalið KA og Álftanes