Myndaveisla frá blaksigrum helgarinnar

Frábær helgi í blakinu! (mynd: Þórir Tryggva)
Frábær helgi í blakinu! (mynd: Þórir Tryggva)

Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu um helgina er hvorki fleiri né færri en fjórir blakleikir fóru fram. Bæði karla- og kvennalið KA lögðu Álftanes tvívegis að velli í fyrstu leikjunum í Mizunodeildinni í blaki.

Þeir Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson mættu á leiki gærdagsins og mynduðu þá í bak og fyrir. Hægt er að sjá myndir þeirra frá leikjunum með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir Þóris frá leikjunum


Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir Egils Bjarna frá leikjunum