KA og Álftanes mætast aftur í dag

Frá kvennaleiknum í gær. Mynd: Þórir Tryggva
Frá kvennaleiknum í gær. Mynd: Þórir Tryggva

KA og Álftanes endurtaka leikinn í blakinu í dag þegar bæði karla- og kvennaliðin mætast öðru sinni í Mizumo deildunum. Í gær unnu KA menn karlaleikinn 3-2 eftir hörkuleik og ætla sér áreiðanlega að gera enn betur í dag.

KA konur gerðu enn betur og unnu Álftnesinga 3-0 í gær og stefna klárlega á að endurtaka leikinn í dag.

Karlaleikurinn hefst klukkan 13:00 og kvennaleikurinn klukkan 15:00. Báðir leikir verða í beinni útsendingu á KA-TV og hægt að fylgjast með þeim í spilurunum hér að neðan.