10.01.2010
Árið hefur verið viðburðarríkt hjá blakdeild KA einsog reyndar félaginu öllu. Sigurður Arnar, formaður deildarinnar, tók saman
helstu viðburði á árinu og bjó til annál ársins 2009 fyrir deildina, hér er hægt að lesa hann.
09.01.2010
Kvennalið KA fylgdi í fótspor karlanna og vann sinn leik gegn Stjörnunni. Eftir mikið basl í tveimur fyrstu hrinunum náði KA undirtökunum og vann
að lokum öruggan 3-1 sigur. Hulda Elma Eysteinsdóttir bar liðið á herðum sér og tók málin í sínar hendur þegar á
þurfti að halda. Hún skoraði 27 stig en Auður Anna var með 16 og Birna 14.
09.01.2010
Karlalið KA vann Stjörnuna 3-2 í hörku tveggja tíma leik í KA heimilinu í dag. Stigahæsti maður KA var Piotr Kempisty með 32 stig en
Hilmar Sigurjónsson skoraði 18 stig.