Blakdeild KA og Ungmennafélag Akureyrar (UFA) hafa ákveðið að halda áfram samstarfi sínu um rekstur íþróttaskóla fyrir yngstu aldurhópana en félögin starfræktu samskonar skóla í fyrravetur með góðum árangri og aðsókn.Íþróttaskólinn er fyrir krakka í 1. – 3. bekk grunnskóla og verða æfingar í íþróttahúsinu við Laugagötu mánudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og í Íþróttahöllinni á sunnudögum frá 11-12. Æfingar hefjast fimmtudaginn 10. september.
Lögð verður áhersla á fjölbreytta líkamsþjálfun í skólanum þar sem leikir og ýmsar þrautir verða nýttar til krefjandi líkmasþjálfunar fyrir krakkana. Ýmsar íþróttgreinar verða kenndar í skólanum en eðlilega verður nokkur áhersla á frjálsar íþróttir og blak. Stefnt er að því að fara nokkrar ferðir í vetur í Bogann og leyfa krökkunum að spreyta sig í frjálsíþróttaaðstöðunni þar. Þjálfarar íþróttaskólans þeir sömu og í fyrra Unnar Vilhjálmsson íþróttakennari og Hilmar Sigurjónsson.