Byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir í 3 fl.

Við blakdeildinni viljum bjóða byrjendur í 3 flokki sérstaklega velkomna á æfingar.  Í þriðja flokki eru  krakkar sem eru í 9-10 bekk í grunnskóla og allt upp í 1. bekk í framhaldskóla en flokkurinn er nú 3 ár í stað tveggja áður.

Flestir krakkar kunna töluvert í blaki og hafa prófað það í skólaíþróttum og eru því fljót að ná tækninni og spilinu. Vakin er athygli á því að Blaksamband Íslands hefur lengt 3. fl. um eitt ár og tekið inn 1. bekk í framhaldskóla. Það er gert til að tengja betur saman grunnskóla og framahaldsskóla en oft hefur verið nokkuð brottfall úr íþróttum eftir að grunnskóla líkur.  Einnig hefur 2. fl. verið lengdur um eitt ár og er 4 bekkur í framhaldi eða aldurinn 18-20 ára.