Norðurlandsmót í badminton á Hrafnagili 29. og 30. mars

Norðurlandsmótið í badminton verður haldið í íþróttahúsinu á Hrafnagili dagana 29. og 30. mars, af Ungmennafélaginu Samherjum.

Keppni hefst kl: 10.00 báða dagana (lau: 10-17, sun: 10- ca. 15)

Í unglingaflokkum verður keppt í U-11, U-13, U-15 og í fullorðinsflokki: konur og karlar. Keppt verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Einungis  verður keppt  í einliða og tvíliðal. í U-11, snáðar og snótir.