11.10.2013
Helgina 5.-6.
október stóð Tennis- og badmintondeild KA fyrir unglingamóti þar sem keppt var í fjórum flokkum. Þórir Tryggvason leit við og smellti af
fjölmörgum myndum sem hægt er að skoða hér:
02.10.2013
Helgina 5.-6. október nk. verður haldið unglingamót TB-KA
Mótið verður haldið í Íþróttahúsi KA, Dalsbraut 1, 600 Akureyri, keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum og kl.
09:00 á sunnudeginum. Keppt verður í undanúrslitum á laugardeginum.
Keppt verður í fjórum flokkum:U-13: Hnokkar/Tátur
U-15: Sveinar/Meyjar
U-17: Drengir/Telpur
U-19: Piltar/Stúlkur
30.09.2013
Foreldrafundur verður haldinn á þriðjudaginn, þann 1. október kl: 19:30 í KA heimilinu.
Örstutt kynning á starfi vetrarins, mótum framundan ofl.
Fyrsta mót vetrarins verður síðan um helgina 5.-6. október.Mótið hefst kl. 10:00 á laugardeginum og kl. 9:00 á sunnudeginum.
25.09.2013
Badminton æfingar fyrir 5-8 ára verða í KA-húsinu í vetur á sunnudögum frá kl.10:30 - 12:00
Stjórn TB-KA
26.08.2013
Æfingar í badminton hefjast þriðjudaginn 3. september kl. 16:00 í Íþróttahöllinni
Æfingar verða í Íþróttahöllinni í vetur á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:00-18:00
Flokkar
Snáðar og snótir - U11 - fædd 2003 og síðar
Hnokkar og tátur - U13 - fædd 2002 og 2001
Sveinar og meyjar - U15 - fædd 2000 og 1999
Drengir og telpur - U17 - fædd 1998 og 1997
Piltar og stúlkur - U19 - fædd 1996 og 1995
Æfingar í minitoni (4-7 ára) verða auglýstar síðar
Mótaskrá BSÍ fyrir veturinn:
http://badminton.is/media/files/Motaskra_2013_2014_loka.pdf
Stjórn TB-KA
06.05.2013
Verður haldið í Íþróttahöllinni laugardaginn 11. maí
Mótið hefst kl. 10:00Mótið er opið öllum sem
búsettir eru á Akureyri
Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í eftirfarandi flokkum:Unglingaflokkum: U-11, U-13, U-15,
U-17Fullorðinsflokkum: konur og karlar
Mótsgjöld:Einliðaleikur kr.: 1.400Tvíliðaleikur kr.: 1.000
Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið helgabraga@akureyri.is eigi síðar en miðvikudaginn 8. maí
19.04.2013
Norðurlandsmót í badminton verður haldið á Siglufirði laugardaginn 20.apríl
n.k.
Mótið hefst kl. 10:00
Keppendur TB-KA athugið, farið verður á tveimur 9 manna bílum frá KA heimilinu
stundvíslega kl. 8:00 á laugardagsmorguninn.
Þið þurfið aðeins að borga mótsgjöldin, þ.e. 1000 kr. á mann fyrir
tvíliða og tvenndarleik og 1400 krónur fyrir einliðaleik. Best er að ganga frá þessum greiðslum við brottför, fararstjórar munu taka við
þessum peningum.
Mikilvægt að muna eftir að nesta sig yfir daginn eða gera ráð fyrir að kaupa sér
snarl á staðnum.
Við bendum líka foreldrum á að það er stutt og gaman að skreppa á
Siglufjörð og kíkja á einn eða tvo leiki.
Sjá einnig
http://tbs.123.is/blog/2013/04/17/658710/
Með bestu kveðjum og ósk um góða skemmtun.
14.04.2013
Sunnudaginn 14.apríl
Fimmtudaginn 18.apríl
Sunnudaginn 21.apríl
Fimmtudaginn 25.apríl
24.03.2013
Aðalfundur TB-KA 2013 verður haldinn í fundarsal KA-heimilisins miðvikudaginn 3. apríl n.k. kl. 20:00
Dagskrá:
Skýrsla formanns
Ársreikningur
Kosning stjórnar
Önnur mál
Aðalfundur TBA mun fara fram á sama staða á sama tíma.
Hvetjum spilara, foreldra og aðra tennis og badminton áhugamenn að mæta
Stjórn TB-KA