Flýtilyklar
Nýjustu myndböndin
- KA Íslandsmeistari í knattspyrnu 1989
KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 1989. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina en tapaði fyrir botnliði Fylkis 1-2 á sama tíma og KA sótti 0-2 sigur til Keflavíkur. KA endaði því á toppnum og varð Íslandsmeistari en liðið var með flest stig í deildinni sem og bestu markatöluna og var því sanngjarn sigurvegari Íslandsmótsins.
Örn Viðar Arnarson skoraði fyrra mark KA á 13. mínútu áður en Jón Ríkharð Kristjánsson innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu.
Lið KA þurfti að bíða eftir bikarnum en hann þurfti að keyra frá Hafnarfirði til Keflavíkur en gleðin var mikil þegar bikarinn fór loks á loft.
Erlingur Kristjánsson (fyrirliði), Þorvaldur Örlygsson, Stefán Gunnlaugsson (formaður knattspyrnudeildar) og Guðjón Þórðarson (þjálfari) voru svo teknir í viðtal eftir að titilinn var í höfn.
Íslandsmeistaralið KA 1989:
Árni Þór Freysteinsson, Gauti Laxdal, Jónas Þór Guðmundson, Erlingur Kristjánsson, Haukur Bragason, Ægir Dagsson, Stefán S. Ólafsson, Þorvaldur Örlygsson, Guðjón Þórðarson þjálfari, Árni Hermannsson, Halldór Halldórsson, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Kristinsson, Jón Kristjánsson, Örn Viðar Arnarson, Anthony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Ormarr Örlygsson og Arnar Bjarnason.
- KA - Álftanes 4-0 (2. júní 2015) Borgunarbikar
KA tók á móti Álftanesi í 32-liða úrslitum Borgunarbikars KSÍ þann 2. júní 2015 á KA vellinum. Leikmenn Álftanes stóðu sig vel í fyrri hálfleik og héldu jafnri stöðu, 0-0, þegar flautað var til hálfleiks. KA mönnum tókst þó loks að skora í síðari hálfleik með marki Ævars Inga Jóhannessonar á 49. mínútu (er reyndar ekki sýnt). Orri Gústafsson skoraði svo á 73. mínútu og kom KA í 2-0. Ólafur Aron Pétursson skoraði svo á 75. mínútu áður en að Ben Everson kláraði leikinn 4-0 með marki á 85. mínútu.
Mark Ólafs Arons var sérlega glæsilegt úr aukaspyrnu og má sjá aftur hægt í lok myndbandsins.