Flýtilyklar
Nýjustu myndböndin
- Haukar - KA 4-1 (14. maí 2016), mörkin
Haukar tóku á móti KA á Ásvöllum þann 14. maí 2016 í annarri umferð Inkasso deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Arnar Aðalgeirsson heimamönnum yfir á 63. mínútu og áfram héldu Haukar að skora en Elton Renato Livramento Barros skoraði úr víti á 65. mínútu og Haukur Ásberg Hilmarsson kom liðinu í 3-0 á 70. mínútu. Juraj Grizelj lagaði stöðuna fyrir KA á 75. mínútu en Arnar Aðalgeirsson var ekki lengi að svara fyrir það mark og lokatölur 4-1.
Mörkin fengin úr útsendingu Stöð 2 Sport frá leiknum.
- KA - Tindastóll 2-1 (10. maí 2016), mörkin
KA tók á móti Tindastól í Borgunarbikar karla á KA-velli þann 10. maí 2016. Gestirnir frá Sauðárkrók komust yfir á 64. mínútu með marki frá Ragnari Þóri Gunnarssyni en Orri Gústafsson jafnaði strax metin fyrir KA eftir stoðsendingu frá Baldvin Ólafssyni.
Staðan var enn jöfn 1-1 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja og þar gerði Almarr Ormarsson sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar eftir stoðsendingu frá Ívari Erni Árnasyni og KA því komið í 32-liða úrslit keppninnar
- KA - Fram 3-0 (7. maí 2016), mörkin
Mörkin úr leik KA og Fram í fyrstu umferð Inkasso deildarinnar sem fram fór á KA-velli þann 7. maí 2016. KA sigraði 3-0 en mörk liðsins gerðu þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Aleksandar Trninic og Almarr Ormarsson.
- KA Bikarmeistari í blaki 2016
KA varð Bikarmeistari karla í blaki annað árið í röð þegar liðið sigraði Þrótt Nes. 3-1 í úrslitaleik bikarkeppninnar þann 20. mars 2016. Áður hafði liðið slegið út Íslandsmeistara HK í undanúrslitum. Piotr Kempisty var valinn maður leiksins en hann átti stórleik fyrir KA og setti 36 stig.
Lið KA skipa þeir:
Hristiyan Dimitrov
Marteinn Möller
Ingvar Guðbergsson
Alexander Arnar Þórisson
Benedikt Rúnar Valtýsson
Sævar Karl Randversson
Vigfús Jónbergsson
Filip Pawel Szewczyk
Valþór Ingi Karlsson
Ævarr Freyr Birgisson
Piotr Kempisty
Guðbergur Egill Eyjólfsson