Fréttir

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2024

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 97 ára afmæli sitt sunnudaginn 12. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 17:00. Við það tilefni verður íþróttakarl KA árið 2024 kjörinn en í þetta skiptið eru fimm aðilar tilnefndir frá deildum félagsins
Lesa meira

Guðjón Ernir til liðs við KA

Guðjón Ernir Hrafnkelsson gekk í raðir KA í dag er hann skrifaði undir samning við knattspyrnudeild sem gildir út sumarið 2027. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Guðjón er ákaflega spennandi leikmaður sem mun klárlega styrkja liðið fyrir baráttuna í sumar
Lesa meira

Nýársbolti meistaraflokks KA

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarin ár boðið upp á stórskemmtilegar æfingar fyrir hressa og metnaðarfulla krakka í kringum hátíðarnar. Í þetta skipti verða æfingarnar dagana 3. og 4. janúar en æfingarnar eru fyrir 4., 5. og 6. flokk
Lesa meira

Bríet áfram í undankeppni EM með U19

U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu kvenna tryggði sér á dögunum sæti í næstu umferð undankeppni EM 2025. Þór/KA átti einn fulltrúa í hópnum en það var hún Bríet Jóhannsdóttir sem lék sinn fyrsta landsleik í ferðinni
Lesa meira

Tryggðu þér Íslenska knattspyrnu 2024 með KA forsíðu!

KA og Sögur útgáfa hafa sameinast um framleiðslu á sérstakri útgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna 2024 eftir Víði Sigurðsson. Bókin er með sérstakri KA forsíðu og er heldur betur glæsileg minning um hinn magnaða Bikarmeistaratitil sem vannst í sumar
Lesa meira

Bríet og Hafdís léku sína fyrstu landsleiki með U15

Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir spiluðu báðar sína fyrstu landsleiki þegar þær léku með U15 ára landsliði íslands í knattspyrnu á UEFA Development móti sem fór fram á Englandi. Íslenska liðið mætti þar Englandi, Noregi og Sviss
Lesa meira

Ívar Arnbro áfram í undankeppni EM með U19

Ívar Arnbro Þórhallsson lék með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppti í fyrstu umferð undankeppni EM 2025 á dögunum. Riðill Íslands fór fram í Moldóvu þar sem íslenska liðið mætti Aserbaídsjan, Moldóvu og Írlandi
Lesa meira

Fjórir frá KA í æfingahópum U15 og U16

KA á fjóra fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu en hóparnir koma saman dagana 26.-28. nóvember næstkomandi
Lesa meira

Bjarni Aðalsteins framlengir út 2026

Bjarni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2026. Eru þetta ákaflega góðar fréttir enda hefur Bjarni verið algjör lykilmaður í liði KA undanfarin ár
Lesa meira

Snorri Kristinsson skrifar þriggja ára samning

Snorri Kristinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út sumarið 2027. Snorri er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA og verður gaman að fylgjast með framgöngu hans næstu árin
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband