Vormót Júdósambands Íslands í yngri flokkum verður haldið í KA-Heimilinu á laugardaginn. Þátttaka er góð og munu um 100 ungmenni taka þátt. Keppt verður í U13, U15, U18 og U21 árs aldursflokkum.
Mótið hefst klukkan 9:30 og gert er ráð fyrir að því ljúki um 15:30.
Mótið á morgun hefst kl. 9:30. Búið er að draga í flokka og er hægt að skoða dráttinn hér.
Áætluð dagskrá
Öllum er velkomið að koma en við minnum á að hægt verður að horfa á mótið í beinni útsendingu á slóðinni KA-TV og er útsendingin aðgengileg hér fyrir neðan: