Fréttir

Endurnýjaður styrktarsamningur KEA við KA

KEA hefur endurnýjað styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir félagið hafa lagt metnað sinn í að skila stórum hluta afkomu sinnar til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og ætíð ánægjulegt fyrir félagið að geta látið gott af sér leiða á þessu sviði.  Sigfús Helgason skrifaði undir samninginn fyrir hönd Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fyrir hönd KA. Þau sögðu að þessir styrktarsamningar hefðu reynst afar þýðingarmiklir á undanförnum árum og nýttust sérstaklega vel við eflingu á starfi og uppbyggingu íþróttafélaganna.

Þegar KA konur fóru höndum um Guðjón Þórðar...

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=208594&pageId=2693823&lang=is&q=Sigr%ED%F0ur+Waage

Stórskemmtilegt Íslandsmót 11-14 ára, KA með helming allra gullverðlauna.

Íslandsmót 11-14 ára fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Keppendur voru frá 6 félögum og var keppt í bæði einstaklings-og liðakeppni.  KA krakkar stóðu sig afar vel og unnu til 9 gullverðlauna, næstir komu vinir okkar í JR með 4 gull en önnur félög með minna.  Í liðakeppni 11-12 ára sigraði KA, en í liðakeppni 13-14 ára sigraði JR.

Allar júdóæfingar falla niður í dag 23. mars.

Allar júdóæfingar falla niður í dag 23. mars vegna Íslandsmóts fullorðinna.

Myndir frá ÍM 15-16 og 17-19 ára.

Karl þrefaldur Íslandsmeistari á ÍM 17-19 ára, Helga glímdi með strákunum...og vann.

Íslandsmót 15-16 ára og 17-19 ára fór fram í Reykjavík í gær.  KA átti 7 keppendur á mótinu og fóru þau vægast sagt á kostum.

Allar júdóæfingar falla niður frá 22. febrúar til og með 26. febrúar.

Allar júdóæfingar falla niður frá 22. febrúar til og með 26. febrúar vegna gistingar í júdósalnum.

Frábær árangur júdófólks á Afmælismóti JSÍ.

KA átti 7 keppendur á Afmælismóti JSÍ sem fram fór í dag.  Afmælismótið kemur næst Íslandsmóti að styrkleika.  Óhætt er að segja að keppendur KA hafi staðið sig frábærlega er árangur þeirra var eftirfarandi: