KEA hefur endurnýjað styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir félagið hafa lagt metnað sinn í að skila stórum hluta afkomu sinnar til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og ætíð ánægjulegt fyrir félagið að geta látið gott af sér leiða á þessu sviði. Sigfús Helgason skrifaði undir samninginn fyrir hönd Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fyrir hönd KA. Þau sögðu að þessir styrktarsamningar hefðu reynst afar þýðingarmiklir á undanförnum árum og nýttust sérstaklega vel við eflingu á starfi og uppbyggingu íþróttafélaganna.