Fréttir

Jonathan Rasheed gengur í raðir KA

Knattspyrnudeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk er Jonathan Rasheed gekk í raðir félagsins. Jonathan sem er 33 ára gamall markvörður sem kemur frá Noregi en er þó fæddur í Svíþjóð. Hann gengur í raðir KA frá sænska liðinu Värnamo sem leikur í efstudeild þar í landi

Mikilvægur leikur hjá strákunum ÁGÚST mætir og tekur lagið

KA tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik í Olís-deild karla! Eurovision stjarnan ÁGÚST mætir á svæðið, tekur lagið og áritar plaköt!

Bjarki Fannar til liðs við KA - samningur út 2028

Bjarki Fannar Helgason er genginn í raðir KA og hefur hann skrifað undir samning við félagið sem gildir út sumarið 2028. Eru þetta afar spennandi fréttir en Bjarki sem kemur frá Hetti/Huginn er efnilegur og spennandi miðjumaður sem er fæddur árið 2005

Dagur Gautason semur við Montpellier

Dagur Gautason hefur gert samning við stórlið Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni og taka vistarskiptin strax gildi.

Bríet Fjóla og Hafdís Nína lögðu Færeyjar tvívegis

Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir úr Þór/KA léku báðar með U16 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætti liði Færeyja tvívegis í æfingaleikjum á föstudag og svo sunnudag. Báðir leikir fóru fram í Miðgarði í Garðabæ

Ævarr Freyr Bikarmeistari með Odense

Ævarr Freyr Birgisson varð um helgina danskur Bikarmeistari í blaki með liði Odense en þetta er þriðja árið í röð sem Ævarr hampar titlinum. Ævarr er auk þess ríkjandi Danmerkurmeistari en Odense hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár og er í harðri baráttu á toppnum í vetur

KA bikarmeistari U16 drengja - stelpurnar í úrslit

Bikarmót U16 ára í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina og mættu fjölmargir krakkar norður til að leika listir sínar. KA sendi þrjú lið til leiks, tvö í stúlknaflokki og eitt í drengjaflokki, og má með sanni segja að okkar iðkendur hafi staðið sig frábærlega

Ívar Arnbro framlengir út 2027 - lánaður í Völsung

Ívar Arnbro Þórhallsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2027. Á sama tíma hefur hann verið lánaður til Völsungs þar sem hann mun leika með liðinu í næstefstu deild

Stórafmæli

Stórafmæli félagsmanna í febrúar

Einar Birgir framlengir um tvö ár

Einar Birgir Stefánsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Einar eða Danski eins og hann er iðulega kallaður hefur verið í algjöru lykilhlutverki í liði KA bæði í vörn og sókn