Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður 3. flokks KA hefur verið valinn í U-20 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni Evrópumeistaramótsins nú um helgina. Ásamt Guðmundi eru tveir félagar hans í Akureyri Handboltafélagi í landsliðshópnum en það eru þeir Geir Guðmundsson og Oddur Gretarsson.
Þeir þremenningar hafa leikið gríðarlega vel með liðum sínum í vetur og er ánægjulegt að þeir skuli fá þetta tækifæri.
Guðmundur í leik með Akureyri Handboltafélagi í vetur
Mótið hefst föstudaginn 16. apríl en auk Íslands taka þátt Serbía, Makedónía og Svartfjallaland.
Leikirnir eru sem hér segir:
Föstudagur 16. apríl
Serbía - Makedónía kl. 14:00
Ísland - Svartfjallaland kl. 16:00
Laugardagur 17. apríl
Makedónía - Ísland kl. 18:30
Svarfjallaland - Serbía kl. 20:30
Sunnudagur 18. apríl
Svartfjallaland - Makedónía kl. 13:00
Ísland - Serbía kl. 15:00
Liðið æfir þessa dagana í Kórnum í Kópavogi undir stjórn landsliðsþjálfararanna Einars Guðmundssonar og Einars Andra
Einarssonar.
U-18 ára landslið Íslands
Fyrir nokkrum dögum tilkynnti HSÍ um val í U-18 ára landslið Íslands og þar eru
Guðmundur og Geir sömuleiðis ásamt markverðinum Gunnari Bjarka Ólafssyni úr KA.
Þjálfari U-18 ára landsliðsins er Heimir Ríkharðsson.
Við sendum þeim félögum hamingjuóskir með þessa viðurkenningu og bestu óskir um gott gengi.