10.04.2025
Það er komið að stóru stundinni þegar karla- og kvennalið KA hefja leik í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Vinna þarf þrjá leiki og gríðarlega mikilvægt að hefja einvígin á sigri og til þess þurfum við ykkar stuðning
05.03.2025
Stærsta helgi ársins í blakhreyfingunni er framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram í Digranesi í Kópavogi dagana 6.-8. mars. Karla- og kvennalið KA eru komin í undanúrslitin og ætla sér sæti í úrslitaleikjunum sem fara fram á laugardeginum
03.02.2025
Ævarr Freyr Birgisson varð um helgina danskur Bikarmeistari í blaki með liði Odense en þetta er þriðja árið í röð sem Ævarr hampar titlinum. Ævarr er auk þess ríkjandi Danmerkurmeistari en Odense hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár og er í harðri baráttu á toppnum í vetur
03.02.2025
Bikarmót U16 ára í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina og mættu fjölmargir krakkar norður til að leika listir sínar. KA sendi þrjú lið til leiks, tvö í stúlknaflokki og eitt í drengjaflokki, og má með sanni segja að okkar iðkendur hafi staðið sig frábærlega
12.01.2025
Julia Bonet Carreras úr blakdeild KA var í dag kjörin íþróttakona KA fyrir árið 2024. Önnur í kjörinu var lyftingakonan Drífa Ríkarðsdóttir og þriðja var handknattleikskonan Anna Þyrí Halldórsdóttir
09.01.2025
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var í dag kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2024. Lovísa sem er fyrirliði Deildar- og Íslandsmeistara KA í blaki kvenna spilar lykilhlutverk í liðinu og er heldur betur vel að þessum mikla heiðri komin