Meira blak í KA heimilinu í dag

Mynd Þórir Tryggvason
Mynd Þórir Tryggvason

Blakveisla helgarinnar heldur áfram í dag þegar karlalið KA og Þróttar Neskaupstað mætast í Mizumo deildinni. Liðin mættust í gær þar sem KA fór með sigur af hólmi, 3-1. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:00 og hvetjum við alla til að koma og fylgjast með.

Fyrir þá sem ekki komast verður KA-TV á staðnum og sýnir leikinn í beinni útsendingu. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að neðan.