14.03.2010
Nokkrar myndir eru komnar frá bikarúrslitunum. Þær má sjá í myndasafni. Hér má einnig lesa umfjöllum um leikina.
14.03.2010
Í dag tryggði mfl. karla í blaki sér bikarmeistaratitil í blaki. Okkar menn öttu kappi við Stjörnuna og báru sigur úr bítum 3 - 2
í úrslitaleiknum sem fram fór í Laugardagshöllinni fyrr í dag. Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn! Stelpurnar
spiluðu einnig til úrslita í dag við HK, en töpuðu leiknum 3-1. Móttaka bikarmeisturunum til heiðurs verður haldin
kl 17:30 á morgun mánudag í KA - Heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta!
13.03.2010
Bæði lið KA munu spila í úrslitum Bridgestonebikarskins á sunnudaginn. Fara leikirnir fram í Laugardalshöllinni. Stelpurnar munu spila við HK kl
14:00 en strákarnir strax á eftir kl 15:30. Mótherjar þeirra verða Stjörnumenn en þeir unnu HK í æsilegum undanúrslitaleik 3-2.
Er ástæða til að hvetja alla KA-menn á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Höllina. Það er ekki á hverjum
degi sem svona tækifæri gefst og ef allt gengur að óskum gætu bæði lið staðið uppi sem meistarar.
06.03.2010
Karlalið KA tryggði sér á föstudag deildarmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á Þrótti. Langt er síðan liðið vann
þennan titil síðast, svo langt að menn muna hreinlega ekki hvort það var 1993 eða 1994. Sigurinn var kærkominn enda búið að bíða
lengi eftir titli. Á laugardag tapaði KA svo fyrir Stjörnunni 1-3 en sá leikur skipti engu.
Stelpurnar spila við topplið HK á sunnudag kl 14 og svo verða bæði liðin í eldlínunni um næstu helgi þegar undanúrslit og
úrslit Bridgestonebikarsins fara fram í Laugardalshöll.