Bein útsending af leikjum KA í blakinu á SportTV

SportTV hefur hafið beinar útsendingar á netinu af leikjum í blakinu á http://www.sporttv.is/.  Leikur KA og Fylkis kvenna var sýndur í gær og væntanlega kemur upptaka af leiknum inn á vefinn fljótlega.  Leikur KA og HK karla verður sýndur í dag laugardag kl. 16:00. Þetta er sérstaklega ánægjulegt fyrir íslenska blakáhugamenn enda hafa sjónvarpsstöðvar lítið sinnt íþróttinni síðustu ár.  Þessari nýbreyttni hefur verið afar vel tekið af blakáhugamönnum.

Hér má finna upptöku af leik KA og HK frá 12. desember. http://www.sporttv.is/category.aspx?catID=247

 

Þess má geta að á miðvikudagskvöld horfðu 890 manns á allan leik Þróttar Rvk og Stjörnunnar og fékk leikurinn samtals um 1300 heimsóknir. Af þeim komu 200 frá áhorfendum utan landsteinana.