Tvær ungar stúlkur sem hafa æft í mörg ár hjá Ungmennafélaginu Bjarma í Þingeyjarsveit hafa gengið til liðs við KA. Það eru þær Ísey Hávarsdóttir sem er 16 ára og Harpa Hauksdóttir sem er 17 ára. Þær hafa æft blak í nokkur ár í Stjórutjarnarskóla undir dyggri handleiðslu fyrrum leikmanns KA Olgu Zimjanikovu. Þarna má lika segja að uppbyggingarstarf Blaksambands Íslands í krakkablaki sé að skila sér upp í meistaraflokka en Bjarmi hefur nú í nokkur ár telft fram liðum í Íslandsmótum BLÍ í krakkablaki. Það sýnir sig að uppbygginarstarf í minni byggðarlögum og skólum úti á landi er blakíþróttinni gríðarlega miklvægt - það sannast hér. Það er líka ánægjulegt að sjá aftur leikmenn frá Stórutjörnum koma inn í blakíþróttina í meistaraflokkum en þar eru uppaldir margir af burðarásum íþróttarinnar síðustu 20 árin. Í Stjórutjarnarskóla vann einn af frumkvöðlum blakíþróttarinnar, íþróttakennarinn Hjörtur Einarsson, gírðarlega gott uppbyggingarstarf en hann kenndi blak í Stórutjarnarskóla á árunum frá 1978-1983 - en meira um það síðar.