Fréttir

Nýr yfirþjálfari

Pólverjinn Marek Bernat hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá Blakdeild KA og er hann væntanlegur til landsins í byrjun september. Gerður hefur verið tveggja ára samningur við Marek sem er 46 ára gamall og mun hann flytja til landsins ásamt fjölskyldu sinni, konu og þremur börnum. Auk þess að þjálfa meistaraflokka karla og kvenna mun Marek þjálfa hluta yngri flokka félagsins

Davíð Búi kjörinn formaður blakdeildar

Davíð Búi Halldórsson var kjörinn formaður blakdeildar KA á aðalfundi deildarinnar nú á dögunum. Davíð tekur við starfinu af Stefáni Jóhannessyni sem gegnt hafði stöðunni undanfarin ár.

Aðalfundur blakdeildar

Aðalfundur blakdeildar KA fer fram í KA heimilinu þriðjudagskvöldið 27. júní klukkan 20. Kosinn verður nýr formaður en núverandi formaður, Stefán Jóhannesson, gefur ekki kost á sér áfram.

Lokahóf yngriflokka

Nýliðinn vetur hjá yngriflokkum KA í blaki var heldur rýrari í verðlaunum talið en stundum áður en þó náðist ágætur árangur í nokkrum flokkum á Íslandsmótunum tveimur í nóvember og apríl.  Fimmti fl. b-liða náði bronsverlaunum í mjög sterkri deild b-liða og 3. fl. kvenna náði silfurverðlaunum í sínum flokki. Einnig náði 2. fl. karla silfurverðlaunum í sínum flokki.

Blakdeild Eikar styrkir barna- og unglingastarf KA

Blakdeild Eikar ákvað nú fyrr á árinu að styrkja barna- og unglingastarf Blakdeildar KA um 140.000 krónur. Stjórn Blakdeildar KA þakkar Eikunum kærlega þessa rausnarlegu gjöf. Reiknað er með að fjármunirnir verði notaðir til sérverkefna eins og til að styrkja unglingalandsliðsfólk KA.