Blakdeild Eikar styrkir barna- og unglingastarf KA

Blakdeild Eikar ákvað nú fyrr á árinu að styrkja barna- og unglingastarf Blakdeildar KA um 140.000 krónur. Stjórn Blakdeildar KA þakkar Eikunum kærlega þessa rausnarlegu gjöf. Reiknað er með að fjármunirnir verði notaðir til sérverkefna eins og til að styrkja unglingalandsliðsfólk KA.