Mark Bernat hinn nýi þjálfari okkar KA manna er væntanlegur til Akureyrar 5. september. Svo heppilega vildi til að Marek og fjölskylda hans gátu tekið flug beint frá Varsjá í Póllandi. Marek kemur því passlega til að taka við þjálfun yngriflokkanna en þeir hefja æfingar 7. september.
Marek kemur til Akureyrar með 5 manna fjölskyldu sína. Konu og þrjú ung börn á aldrinum þriggja til sjö ára.