Flottur árangur Spaðadeildar á Norðurlandsmótinu

Uppgangur Spaðadeildar KA heldur áfram en um helgina fór fram Norðurlandsmótið í Badminton á Siglufirði. Keppendur á vegum KA unnu þó nokkra verðlaunapeninga og þá vannst einn bikar á þessu skemmtilega móti. Alls átti KA 10 keppendur á mótinu og er mjög gaman að sjá aukinguna hjá þessari ungu en kraftmiklu deild innan KA