Flottur árangur Spaðadeildar á Norðurlandsmótinu

Uppgangur Spaðadeildar KA heldur áfram en um helgina fór fram Norðurlandsmótið í Badminton á Siglufirði. Keppendur á vegum KA unnu þó nokkra verðlaunapeninga og þá vannst einn bikar á þessu skemmtilega móti. Alls átti KA 10 keppendur á mótinu og er mjög gaman að sjá aukinguna hjá þessari ungu en kraftmiklu deild innan KA

Spaðadeild undirbýr sig fyrir Norðurlandsmótið

Það hefur verið mikill uppgangur í Spaðadeild KA undanfarið og kepptu meðal annars þrír einstaklingar fyrir hönd félagsins á meistaramótinu í badminton á dögunum. Næst á dagskrá er svo Norðurlandsmótið í badminton en það verður haldið á Siglufirði dagana 10.-11. maí

3 frá Spaðadeild KA á meistaramótinu

Mikill uppgangur hefur verið í spaðadeild KA undanfarin ár og hefur iðkendum fjölgað mikið en deildin varð til innan KA árið 2012. Meistaramótið í badminton fór fram í Hafnarfirði þetta árið og átti KA alls þrjá keppendur á mótinu en þetta er í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem KA sendir keppendur á mótið