04.09.2018
Æfingar hjá Spaðadeild KA eru komnar á fullt en innan deildarinnar er keppt í badminton sem og tennis. Deildin býður öllum að koma og prófa enda eru æfingar í boði fyrir allan aldur. Tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu á sunnudögum og badminton æfingarnar fara fram í Naustaskóla
25.08.2018
Allar æfingar í badminton eru í Íþróttahúsi Naustaskóla en tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu
04.05.2018
KA heldur í ár svokallað Norðurlandsmót í badminton en mótið fer fram í Naustaskóla og hefst föstudaginn 4. maí klukkan 17:00. Keppendur eru á öllum aldri og koma frá KA, TBS og Samherjum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að líta við enda gaman að sjá flóruna í Spaðadeild KA
09.04.2018
Aðalfundur Spaðadeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.