Flottur árangur hjá krökkunum í tennis- og badmintondeild KA
05.12.2012
Sex krakkar frá Tennis- og badmintondeild KA fóru á Unglingamót TBS á Siglufirði
sl. laugardag, 1 desember. Þau sem tóku þátt fyrir hönd TB-KA voru Kristín Halldórsdóttir, Viktor Már Árnason, Helgi
Brynjólfsson, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, Anton Heiðar Erlingsson og Snorri Már Óskarsson en bæði Kristín og Snorri Már voru
að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel, Viktor sigraði í einliðaleik í flokki U-11, Helgi sigraði
í einliðaleik í flokki U-13 og Helgi og Sigmar sigruðu í tvíliðaleik í flokki U-13. Allir skemmtu sér mjög vel og endað var á
að fara saman út að borða á Siglufirði áður en haldið var heim.