Vinnudagur á Akureyrarvelli á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka vinnudag á Akureyrarvelli þar sem við óskum eftir sjálfboðaliðum til þess að hafa völlinn og stúkuna klára fyrir fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni sem er á sunnudaginn næsta.

Um er að ræða klassísk vorverk eins og ruslatínslu, smá málningarvinnu, þrif og að hengja upp auglýsingaskilti  og annað slíkt.

Við ætlum að byrja kl. 20:00 og þetta gæti orðið tveggja tíma vinna ef vel gengur. Margar hendur vinna létt verk.