KA mætir Fram á föstudaginn klukkan 19:15 á Laugardalsvelli í 12. umferð Inkasso deildarinnar. KA er á toppi deildarinnar með 26 stig en Framarar hafa verið frekar óstöðugir og eru með 13 stig í 7.-8. sætinu.
Liðin mættust einmitt í fyrstu umferð deildarinnar og það á KA-vellinum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá gerðu okkar menn þrjú mörk en þar voru á ferðinni þeir Elfar Árni, Aleksandar Trninic og Almarr Ormars. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan:
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að gera sér ferð í Laugardalinn og sjá til þess að okkar lið haldi áfram á sigurbraut enda er nóg eftir af tímabilinu. Fyrir ykkur sem ekki komist á leikinn þá verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport, áfram KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | KA | 11 | 8 | 2 | 1 | 19 - 8 | 11 | 26 |
2 | Grindavík | 11 | 6 | 3 | 2 | 26 - 11 | 15 | 21 |
3 | Leiknir R. | 11 | 6 | 2 | 3 | 12 - 10 | 2 | 20 |
4 | Þór | 11 | 6 | 1 | 4 | 14 - 16 | -2 | 19 |
5 | Keflavík | 11 | 4 | 6 | 1 | 19 - 13 | 6 | 18 |
6 | Selfoss | 11 | 4 | 3 | 4 | 14 - 15 | -1 | 15 |
7 | Fjarðabyggð | 11 | 3 | 4 | 4 | 18 - 18 | 0 | 13 |
8 | Fram | 11 | 3 | 4 | 4 | 11 - 15 | -4 | 13 |
9 | Haukar | 11 | 3 | 2 | 6 | 17 - 22 | -5 | 11 |
10 | HK | 11 | 2 | 5 | 4 | 13 - 19 | -6 | 11 |
11 | Leiknir F. | 11 | 2 | 1 | 8 | 12 - 19 | -7 | 7 |
12 | Huginn | 11 | 1 | 3 | 7 | 8 - 17 | -9 | 6 |