Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U17-U19 og eigum við sex fulltrúa. Bjarki Þór og Ólafur Hrafn eru boðaðir á æfingar hjá U17 en æfingarnar hjá þeim er undirbúningur fyrir milliriðil sem fram fer í mars eða apríl á næsta ári. Gauti Gautanson og Ívar Sigurbjörnsson eru boðaðir í U19 1996 sem er undirbúningshópur fyrir undanriðil sem fer fram næsta haust. Fannar Hafsteins og Ævar Ingi eru boðaðir í U19 1995 sem er undirbúningshópur fyrir milliriðil sem fram fer í mars eða apríl á næsta ári.