Úrlslitaleikir Kjarnafæðismótsins

Fagna okkar menn á laugardaginn?
Fagna okkar menn á laugardaginn?

Úrslitaleikur: KA 1 - Þór 1, laugardaginn 8. feb. kl 14:00 í Boganum.
Bæði lið hafa verið að spila vel á mótinu og eru yfirburðarlið í mótinu í ár. KA liðið hefur titil að verja en fyrir um ári síðan hafði KA betur gegn Þór í úrslitaleik mótsins. Þegar skoðað eru viðureignir félaganna síðustu fimm ár í deild, lengjubikar og Norðurlandsmóti þá skipta félögin sigrunum nokkuð bróðurlega á milli sín en KA hafa unnið sex leiki, Þórsarar fimm og einn hefur endað með jafntefli.


Bronsleikur: KA 2 - Leiknir F., laugardaginn 8. feb. kl. 16:00 í Boganum.
KA 2 er að mestu skipað leikmönnum 2. flokks ásamt tveimur til þremur eldri leikmönnum. Liðið hefur spilað mjög vel á mótinu og vann það Dalvík/Reyni og Völsung sanngjarnt. Leiknir F. hafa einnig sýnt ágætis tilþrif á mótinu en þeir unnu Þór 2 og KF.