Þróttur 3 1 KA
1 0 Vilhjálmur Pálmason (8)
1 1 Arsenij Buinickij (20) Stoðsending: Hallgrímur
2 1 Matthew Eliason (35)
3 1 Matthew Eliason (65)
Byrjunarlið KA: Fannar, Baldvin (Kristján 86.mín), Gauti, Atli, Bjarki, Jóhann, Hrannar (Ólafur 85.mín), Ævar, Hallgrímur, Orri (Gunnar 63.mín) og Arsenij.
Bekkurinn: Rajko, Kristján, Ólafur Hrafn, Gunnar Örvar, Davíð, Jón, Bjarni Mark.
Það var fallegt veður í Laugardalnum í dag þegar KA mætti Þrótti í 2.umferð 1.deildar karla. Þróttarar voru fyrir leikinn með 3 stig eftir 4-1 sigur á Haukum í 1.umferð en KA með 0 stig eftir tap gegn Víking Ó.
Tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá 7-0 sigrinum á Magna, Fannar kom aftur í markið og Kristján Freyr tók sér sæti á bekknum fyrir Bjarka Þór sem byrjaði þar með sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann er fæddur 1997.
Það voru heimamenn í Þrótti sem komust yfir á 8.mínútu þegar Vilhjálmur Pálmason skoraði eftir hornspyrnu, Fannar óöruggur í úthlaupi sínu og missti af boltanum sem fór á kollinn á Vilhjálmi.
KA virtist ætla að rífa sig upp eftir markið og sóttu af krafti og uppskáru mark á 20.mínútu þegar Arsenij Buinickij fékk boltann í teignum eftir sendingu frá Hallgrími, snéri laglega og skaut boltanum í fjærhornið og jafnaði leikinn 1-1. Hans þriðja mark í jafnmörgum leikjum fyrir félagið.
Eftir markið tóku Þróttarar völdin og voru mikið grimmari og héldu boltanum betur. Þeir uppskáru svo mark á 35.mínutu þegar Matthew Eliason slapp í gegn eftir að Gauti missti boltann klaufalega framhjá sér, Fannar náði að verja boltann en hann skoppaði rétt yfir línunna áður en Atli kom og skóflaði boltanum í burtu, fyrirliðinn sekúndubroti of seinn og mark staðreynd. Staðan því 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Mikið vantaði hjá KA liðinu í seinni hálfleik, liðið náði ekki að halda boltanum nægilega vel og voru mjög óöruggir varnarlega. Sköpuðu sér lítið af færum en áttu nokkrar fyrirgjafir sem voru nálægt því að hitta á réttan stað.
Hinsvegar voru það Þróttarar sem bættu við marki á 60.mínútu þegar Matthew Eliason fékk sendingu inn fyrir vörnina upp kantinn, Fannar fór í úthlaup og náði að skalla boltann lengra út þar sem Matthew tók boltann og skaut að marki, þá var Fannar á leið til baka en boltinn fór á eina staðinn sem hann gat til að komast í markið og í raun ótrúlegt mark. 3-1.
KA menn virtust slegnir af laginu eftir markið, Þróttarar bökkuðu og beittu skyndisóknum en KA náði lítið sem ekkert að búa sér til og því fjaraði leikurinn út og annað tap staðreynd.
Morgunljóst að KA liðið á mikið inni og litli hlutir sem þarf að laga til að liðið nái sér í stig sem Bjarni og Túfa munu væntanlega vinna í og liðið mæta ákveðið til leiks gegn HK næst komandi föstudag.
KA-maður leiksins: Frekar erfitt að velja einhvern mann leiksins þar sem flestir spiluðu undir pari, þó verður að velja Ævar Inga sem sýndi mikinn baráttu vilja allann leikinn og hljóp úr sér lungun, reyndi allann tímann og það var virðingavert. Fannar átti þó 3 heimsklassa markvörslur sem verður að minnast á og kom í veg fyrir að tapið yrði stærra.