Umfjöllun: Sigur á Gróttu

Mynd/Sævar Geir
Mynd/Sævar Geir

KA og Grótta mættust í dag á Akureyrarvelli í 15. Umferð 1.deildar karla. KA vann 1-0 sigur í vægast sagt bragðdaufum leik.

KA 1 – 0 Grótta

1 – 0 Josip Serdarusic (’28)

Lið KA:

Rajko, Hrannar Björn, Davíð Rúnar, Callum, Hilmar Trausti, Archie, Jóhann, Halldór Hermann, Josip, Ævar Ingi og Elfar Árni.

Bekkur: Aron Ingi, Úlfar Vals, Ólafur Aron, Ben, Ívar Örn, Ívar Sigurbjörns og Bjarki Viðars.

Skiptingar:

Ævar út – Ben inn (’75)

Archange út – Ólafur Aron inn (’83)

Leikurinn í dag hófst heldur rólega og var einstaklega lítið að gerast fyrsta stundarfjórðung leiksins. KA liðið var mikið mun betra og fóru gestirnir vart fram yfir miðju fyrsta hálftíma leiksins. Gróttumenn björguðu meðal annars á línu frá Ævari eftir barning í teignum eftir 15 mínútna leik.

Á 28. Mínútu fékk Josip Serdarusic boltann við hliðarlínu á miðjum vellinum og átti góðan sprett inn á miðjan völlinn og komst að vítateigsboga gestanna og átti hnitmiðað innfótarskot alveg út við stöng framhjá markverði Gróttu og boltinn söng í netinu. KA því komið verðskuldað yfir og fyrsta mark Josip fyrir KA staðreynd.

Eftir markið sótti KA áfram en án þess þó að skapa sér nein hættuleg færi og var staðan því í hálfleik 1-0 fyrir KA.

Síðari hálfleikur var ákaflega tíðindalítill. Lítið að gerast allann tímann en KA að stýra leiknum frá A-Ö. Seinni hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi sitt. Það var bara nákvæmlega ekkert að frétta allann hálfleikinn. KA liðið náði aldrei að binda endahnút á sóknir sínar og gestirnir lágu aftur og ógnuðu sama og ekkert og virtust bæði lið bara vera sátt með stöðuna. 3 stig í hús hjá KA í dag en ekki mikill afgangur af þeim. 

KA-maður leiksins: Josip Serdarusic (Skoraði markið sem skildi liðin að í dag með flottu einstaklingsframtaki. Átti líka fína spretti í dag.)

Næsti leikur KA er föstudaginn 14. ágúst gegn Selfyssingum á Selfossi á JÁVERK vellinum. Við hvetjum alla KA-menn á Suðurlandinu að leggja leið sína á völlinn og styðja liðið til sigurs. Áfram KA!