U17 kvenna: Fjórar frá KA á Norðurlandamót

Anna Rakel var valin í U17
Anna Rakel var valin í U17

Úlfar Hinriksson valdi í dag lokahóp fyrir Norðurlandamót U17 ára liða sem fram fer í Svíþjóða dagana 3.-10. Júlí. KA á 4 fulltrúa í hópnum og þar af eru 2 markmenn.

Þetta eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Saga Líf Sigurðardóttir.

Það sem er áhugaverðast í þessu val er að Sara Mjöll og Harpa eru báðar markmenn og báðar jafn gamlar. Það er ljóst að ekki er á hverjum degi sem þetta gerist.

Ísland er með Svíþjóð, Hollandi og Englandi í Riðli

Fyrsti leikur er 4.júlí við Svíþjóð, síðan 5.júlí við England og síðan 7.júlí við Holland. síðan verður spilað um sæti 9.júlí.

Við hjá KA óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í Svíþjóð