Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik KA manna í Inkassodeildinni 2016 og eftirvæntingin gífurleg. Eins og áður hefur komið fram þá hefjum við leik á laugardaginn þar sem við bjóðum Framara velkomna á KA völlinn og hefst leikurinn kl. 16:00
Fotbolti.net hefur birt spá sína fyrir alla deildina og það kemur fáum á óvart að sjá að okkur er spáð efsta sætinu. Nákvæmlega því sæti sem við ætlum að enda í.
Umjöllun Fotbolta.net um KA liðið má sjá með því að smella hér. Einnig er hægt að sjá stutt viðtal við Tufa á síðunni.
Að lokum er ekki úr vegi að kíkja á smá myndband til að koma manni endanlega í gírinn fyrir laugardaginn.