Túfa í heimsókn hjá FC Sampdoria á Ítalíu

Túfa í blaðamannasal Sampdoria
Túfa í blaðamannasal Sampdoria

Á mánudaginn síðastliðinn hélt Túfa, aðstoðarþjálfari mfl. karla í knattspyrnu, til Ítalíu þar sem hann mun dvelja dagana 16-23. mars og fylgjast með því hvernig hlutirnir eru gerðir á Ítalíu, nánar tiltekið hjá Sampdoria.

Túfa mun fylgjast með undirbúningi liðsins alla vikuna og skoða aðstæður, en Sampdoria á stórleik á sunnudaginn þar sem Inter Milan kemur í heimsókn.

Túfa var boðið út í eina viku af þeim Sinisa Mihajlovic, sem er þjálfari liðsins og Nenad Sakic, aðstoðarþjálfara. En Túfa eyðir um 6-7 tímum á dag með þjálfarahóp liðsins.

Túfa og Nenad eru góðir vinir frá Serbíu. 

Eins og áður segir mun Túfa vera úti í viku og kemur væntanlega heim með aragrúa af upplýsingum um nýjustu þjálfunaraðferðirnar sem notaðar eru á Ítalíu.

Við óskum auðvitað Túfa góðrar skemmtunar.

 

Hérna má nálgast fleiri myndir frá Túfa á facebooksíðu KA.