Túfa framlengdi samning sinn sem aðstoðarþjálfari um tvö ár. Hann hóf störf sem aðstoðarþjálfari Bjarna Jó haustið 2012 en mikil ánægja hefur ríkt með störf hans hjá meistaraflokknum en ásamt því að vera aðstoðarþjálfari þá sér hann um styrktarþjálfun liðsins.
Túfa lék einungis með KA á Íslandi en hann kom hingað sumarið 2006 frá Serbíu. Eftir sumarið 2012 lagði hann skónna á hilluna en hann lék einungis þrjá leiki um sumarið vegna meiðsla. Hann lék samtals 106 leiki á þessum sjö árum yfirleitt sem djúpur miðjumaður.
Það var ljóst leið og hann kom til KA að stefnan var sett á þjálfun eftir leikmannaferilinn en hann hefur þjálfað flest alla iðkendur í KA bæði stráka og stelpur með góðum árangri. Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari Bjarna þá þjálfar hann 6. og 7. flokk drengi.