Kvennalið Þórs/KA mætir í kvöld Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabænum klukkan 18:00. Leikurinn er partur af 7. umferð Pepsi deildarinnar en Þór/KA er enn með fullt hús stiga og stefnir á að halda því áfram.
Liðin eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og munar einungis tveimur stigum á þeim sem þýðir að með sigri geta Stjörnustúlkur hirt toppsætið af Þór/KA. Á sama tíma geta okkar stúlkur skilið Íslandsmeistarana eftir með sigri, það má því búast við svakalegum leik í Garðabænum í kvöld og hvetjum við alla sem geta til að mæta, áfram Þór/KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þór/KA | 6 | 6 | 0 | 0 | 13 - 2 | 11 | 18 |
2 | Stjarnan | 6 | 5 | 1 | 0 | 18 - 5 | 13 | 16 |
3 | Breiðablik | 6 | 5 | 0 | 1 | 15 - 2 | 13 | 15 |
4 | ÍBV | 6 | 3 | 1 | 2 | 8 - 8 | 0 | 10 |
5 | Valur | 6 | 3 | 0 | 3 | 12 - 8 | 4 | 9 |
6 | FH | 6 | 3 | 0 | 3 | 8 - 6 | 2 | 9 |
7 | Grindavík | 6 | 2 | 0 | 4 | 5 - 15 | -10 | 6 |
8 | Fylkir | 7 | 1 | 1 | 5 | 4 - 14 | -10 | 4 |
9 | KR | 7 | 1 | 0 | 6 | 4 - 15 | -11 | 3 |
10 | Haukar | 6 | 0 | 1 | 5 | 4 - 16 | -12 | 1 |