KA og Víkingur mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins laugardaginn 21. september næstkomandi á Laugardalsvelli. Þetta er annað árið í röð sem strákarnir okkar eru í bikarúrslitum og klárt að við þurfum að fjölmenna í stúkuna til að landa titlinum!
Icelandair ætlar að aðstoða okkur við að gera stúkuna gula og býður upp á 20% afslátt af flugi í kringum bikarúrslitaleikinn. Athugið að hægt er að nota afsláttinn meðfram loftbrúarafslætti.
Tilboðið gildir út fimmtudaginn 22. ágúst og því eina vitið að drífa í því að nýta tilboðið ef þið hyggist fljúga í leikinn. Almenn miðasala á leikinn hefst svo þegar nær dregur og verður kynnt sérstaklega.
Laugardalsvöllur bíður 20% afsláttur af Economy Standard & Flex fargjaldi hjá Icelandair
KA spilar til úrslita í Mjólkurbikarkeppni Karla í Knattspyrnu laugardaginn 21.september næstkomandi. Icelandair býður stuðningsfólki 20% afslátt af Economy Standard & Economy Flex fargjaldi með kóðanum BIKAR. Tilboðið gildir til miðnættis 22.ágúst (fimmtudag).
Ferðatímabilið er 20.september 22.september.
Athugið að afsláttarkóða er einnig hægt að nota samhliða hefðbundnum Loftbrúarafslætti.
Eins og áður segir þá hefst sjálf miðasalan á leikinn þegar nær dregur auk þess sem við munum kynna hópferð með rútu. En við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að nýta þetta flotta tilboð Icelandair.