Í dag (þriðjudag) tekur KA á móti liði Þróttar á Akureyrarvelli en leikurinn hefst kl. 18:15 og kostar 1.500 kr inn fyrir 16 ára og eldri. Leikurinn er liður í 17. umferð 1. deildar karla og ljóst að leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið.
Þróttur situr í 2. sæti deildarinnar og er í góðri stöðu til að komast upp í Pepsi-deildina á meðan okkar lið situr í 4. sæti deildarinnar átta stigum á eftir Þrótti. Vinni KA sigur í leiknum nær liðið að minnka forskot Þróttara niður í 5 stig þegar 5 umferðir eru eftir en sigri Þróttur eða liðin geri jafntefli má endanlega útiloka KA frá baráttunni um að komast upp.
Það er því ansi mikið í húfi á Akureyrarvelli og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja okkar lið til sigurs. Liðið spilaði frábærlega í síðasta leik og nú þarf liðið á sigri að halda, sjáumst á Akureyrarvelli!